Um JAXLANA
Grjótharðir síðan 2013
Jaxlar er fámennur hópur gaura sem elska að drullumallast á torfæruhjólum.
Hámarksfjöldi félaga er 9 manns og hér er ekki um að ræða félagskap sem hægt er að skrá sig í eða sækja um nema að viðkomandi sé eins skemmtilegur og við hinir, eða hreinlega skemmtilegri (ef það er yfir höfuð hægt).
Ef taka á inn nýjan félaga þar einn af þeim sem fyrir eru að detta út. Við höfum reyndar af einstaklega sérstökum ástæðum verið með 10. gaurinn á undanþágu síðastliðin ár.
Jaxlar hittast óreglulega með ójöfnu millibili og fara í eina skipulagða Jaxlaferð, að öllu jöfnu seinnipart sumars, ár hvert.